Newport County tók á móti Tottenham í enska FA-bikarnum í dag en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Padraig Amond kom heimamönnum yfir á 38. mínútu og þannig var staðan í hálfleik.
Harry Kane jafnaði hins vegar metin fyrir Tottenham á 82. mínútu og lokatölur því 1-1.
Liðin þurfa því að mætast á nýjan leik á Wembley en Newport leikur í ensku D-deildinni.