Liverpool tekur á móti WBA í enska FA-bikarnum í kvöld klukkan 19:45 og eru byrjunarliðin klár.
Liverpool sló Everton eftirminnilega úr leik í 3. umferðinni þar sem að Virgil van Dijk skoraði sigurmark leiksins á lokamínútunum.
WBA hefur ekki gengið vel á þessari leiktíð en liðið er að berjast á botni deildarinnar og er í 19. sætinu, þremur stigum frá öruggu sæti.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Liverpool: Mignolet, Alexander-Arnold, Matip, Van Dijk, Moreno, Can, Wijnaldum, Oxlade-Chamberlain, Mane, Salah, Firmino
WBA: Foster, Nyom, Gibbs, Robson-Kanu, Evans, Livermore, Brunt, Barry, Rodriguez, Krychowiak, Dawson