Edin Dzeko, framherji Roma er sterklega orðaður við Chelsea þessa dagana.
Antonio Conte, stjóri liðsins vill fá stóran framherja til þess að auka möguleika liðsins í sóknnni.
Keveh Solhekol, fréttamaður hjá Sky Sports greinir frá því í dag að félagið sé tilbúið að borga 26 milljónir punda fyrir framherjann.
Dzeko vill fá 90.000 pund á viku og þriggja ára samning hjá félaginu en hann verður 32 ára í mars.
Chelsea skoðar nú möguleika sína en félagið hefur einnig verið orðað við þá Andy Carroll og Peter Crouch í janúar.