Peterborough tók á móti Leicester í 32-liða úrslitum FA-bikarsins í dag en leiknum lauk með 5-1 sigri gestanna.
Fousseni Diabate kom Leicester yfir á 9. mínútu og Kelechi Iheanacho skoruði svo tvívegis með stuttu millibili og staðan því 3-0 í hálfleik.
Andrew Hughes minnkaði muninn fyrir heimamenn á 58. mínútu áður en þeir Diabate og Onyinye Ndidi gerðu út um leikinn fyrir Leicester og lokatölur því 5-1 fyrir gestina.
Leicester fer því áfram í 16-liða úrslitin en Peterborough er úr leik í ár.