Aymeric Laporte mun gangast undir læknisskoðun hjá Manchster City á þriðjudaginn næsta en það er Sky á Ítalíu sem greini frá þessu.
Leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við City að undanförnu en hann verður dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
City þarf að borga 60 milljónr punda fyrir hann sem gerir hann að dýrasta leikmanni félagsins frá upphafi.
Hann var ekki í hóp hjá Athletic Bilbao í gær sem gerði 1-1 jafntefli við Eibar í spænsku úrvalsdeildinni.
Pep Guardiola hefur lengi verið aðdáandi leikmannsins og er nú loksins að tryggja sér þjónustu varnarmannsins.