,,Þetta var erfiður leikur, það er ekki einfallt að koma í svona leik,“ sagði Ander Herrera sem var á skotskónum i 0-4 sigri á Yeovil í kvöld.
Herrera skoraði annað mark leiksins í völd en hann hefur fengið fá tækifæri undanfarið.
,,Það er erfið stemming, við gerðum þetta vel. Við tókum þessu alvarlega, við getum verið sáttir með þetta.“
,,Þetta geta verið flóknir leikir, Sanchez getur spilað út um allt. Hann er með frábært viðhorf.“
,,Frábær leikmaður eins og hann berst um alla bolta, það er frábært að fá hann í okkar lið. Stuðningsmenn okkar munu njóta þess að sjá hann.“