Systurnar Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur skrifuðu í dag undir nýjan samning við Knattspyrnufélagið Val.
Þær hafa verið að vinna sig til baka úr meiðslum sem þær urðu fyrir á síðasta ári og hafa æft vel í vetur enda íþróttakonur í fremstu röð og metnaðarfullar.
Báðir eru ófrískar þessa stundina en þær ólust upp hjá íBV.
,,Ekki þarf að fjölyrða um knattspyrnuhæfileika þeirra enda eru þær lykilleikmenn Vals og landsliðsins og eru öflugir liðsmenn, leiðtogar og frábærar fyrirmyndir fyrir það frábæra knattspyrnustarf sem unnið er að Hlíðarenda,“ sagði á heimasíðu Vals.