Það virðist vera stutt í það að Manchester City gangi frá kaupum á Aymeric Laporte varnarmanni Athletic Bilbao. Laporte er ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.
Bilbao mætir Eibar í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.
City borgar 57 milljónir punda fyrir þennan öfluga leikmann samkvæmt fréttum.
Hann er 23 ára gamall og verður dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Áður var það Kevin De Bruyne sem kostaði City 55 milljónir punda árið 2015.
Pep Guardiola hefur lengi haft mikið álit á Laporte sem er franskurvarnarmanður en hefur spilað í tæp 6 ár í spænsku úrvalsdeildinni.
BREAKING: Manchester City target Aymeric Laporte left out of Athletic Bilbao matchday squad to play Eibar tonight #ssn pic.twitter.com/ooc5EOkGOa
— Sky Sports News (@SkySportsNews) January 26, 2018