Adam Lallana miðjumaður Liverpool er með meiðsli í læri og verður ekki með gegn West Brom um helgina.
Lallana hefur verið að koma sér í gang eftir erfið meiðsli en nú hefur komið bakslag.
Miðjumaðurinn er einn af þeim sem á að fylla í skarð Philippe Coutinho sem er farinn til Barcelona.
,,Lallana er með smá meiðsli sem halda honum frá næsta leik,“ sagði Jurgen Klopp stjóri Liverpool.
,,Þetta er ekkert alvarlegt, eftir löng meiðsli þá koma svona hlutir upp.“
,,Við erum að reyna að passa hann en það hefur ekki gengið nógu vel.“