Rene Meulensteen fyrrum þjálfari Manchester United líkir Jesse Lingard við Andres Iniesta.
Meulensteen segir að hann hafi séð svipaða hæfileika í Lingard og hann sá í Iniesta.
,,Ég sá svo marga svipaða hluti í leik þeirra, ég taldi Jesse alltaf vera ensku útgáfuna af Andres Iniesta,“ sagði Meulensteen.
,,Hann finnur svæðin, hann er alltaf á hreyfingu og er mjög góður í löppunum. Jesse er byrjaður að skora mikilvæg mörk líka.“
,,Það væri hægt að fljúga Jesse til Barcelona og láta hann í stöðu Iniesta, hann myndi smellpassa þar inn um leið.“