fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433

Meulensteen segir að Lingard sé hinn enski Iniesta

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2018 14:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rene Meulensteen, fyrrum þjálfari hjá Manchester United er hrifinn af Jesse Lingard, leikmanni liðsins.

Lingard hefur verið lykilmaður í liðinu á þessari leiktíð og hefur verið duglegur að skora á mikilvægum augnablikum.

Þjálfarinn fyrrverandi segir að hann hafi alltaf verið hrifinn af Lingard sem leikmanni og líkir honum við Andres Iniesta, fyrirliða Barcelona.

„Mér finnst mikið um líkindi í leik þeirra, fyrir mér hefur Lingard alltaf verið hinn enski Andres Iniesta,“ sagði Meulensteen.

„Hann er góður að finna opin svæði, líkt og Iniesta og hann er mjög hreyfanlegur. Það eina sem vantaði uppá hjá honum voru mörk en nú er hann líka byrjaður að skora.“

„Það væri hægt að fljúga honum til Barcelona núna og láta hann spila stöðuna hans Iniesta og hann myndi leysa það vel,“ sagði hann að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur

Fyrrum aðstoðarmaður United telur að varnarmaður United sé of feitur
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea

Staðfesta kaup á Chukwuemeka frá Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum

Sú fegursta heldur til Bandaríkjanna – Hefur barist gegn kynferðislegum athugasemdum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum

United gerir ekki ráð fyrir því að Bruno fari á næstu dögum