Chelsea íhugar nú að leggja fram tilboð í Olivier Giroud, framherja Arsenal en það er Mirror sem greinir frá þessu.
Giroud hefur verið sterklega orðaður við Dortmund að undanförnu en Sky Sports greinir frá því í gær að leikmaðurinn myndi ekki fara til Þýskalands.
Giroud hefur ekki átt fast sæti í liði Arsenal á leiktíðinni en hann vill fá að spila reglulega svo hann komist með Frökkum á HM í Rússlandi.
Antonio Conte, stjóri Chelsea vill fá stóran framherja til félagsins til þess að auka möguleika liðsins í sókninni.
Chelsea var síðast orðað við Edin Dzeko, framherja Roma en nú virðast þau félagaskipti ekki ætla að ganga í gegn.