Forráðamenn Borussia Dortmund eru orðnir ansi pirraðir á Arsenal en það Goal sem greinir frá þessu.
Félögin eiga nú í viðræðum um kaup Arsenal á Pierre-Emerick Aubameyang, framherja Dortmund.
Arsenal hefur lagt fram þrjú tilboð í leikmanninn en Dortmund vill fá um 70 milljónir evra fyrur framherjann.
Arsenal bauð síðast 58 milljónir evra en talið er líklegt að Dortmund sé tilbúið að láta hann fara fyrir 65 milljónir evra.
Félagaskiptaglugginn lokar eftir tæplega viku og þurfa félögin nú að hafa hraðar hendur ef Aubameyang á að fara til Englands.