Guido Carillo er genginn til liðs við Southampto en þetta var tilkynnt í kvöld.
Hann kemur til liðsins frá Monaco en enska félagið þarf að borga 19,2 milljónir punda fyrir framherjann.
Hann skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við félagið og er orðinn dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Hann hefur komið við sögu í 24 leikjum með Monaco á þessari leiktíð þar sem hann hefur skorað 8 mörk.