Lucas Moura, sóknarmaður PSG er staddur í London en það er France Football sem greinir frá þessu.
Leikmaðurinn er í viðræðum við Tottenham um að ganga til liðs við félagið en hann hefur verið orðaður við Manchester United að undanförnu.
Moura fær lítið sem ekkert að spila með PSG en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu síðan að félagið fékk þá Neymar og Kylian Mbappe.
Hann hefur komið við sögu í fimm leikjum með PSG á þessari leiktíð í deildinni en hann hefur komið inná sem varamaður í þeim öllum.
Þrátt fyrir það hefur hann skorað eitt mark og lagt uppp annað en hann vill fara með Brasilíu á HM í Rússlandi í sumar.