fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433

Wenger eftir tapið – Sanchez er hálfur inni og hálfur úti

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. janúar 2018 15:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Við vorum 1-0 yfir og allt í einu fáum við tvö mörk í andlitið, þetta er pirrandi,“ sagði Arsene Wenger stjóri Arsenal eftir 2-1 tap gegn Bournemouth.

Arsenal fékk á sig tvö mörk með stuttu millibili í síðari hálfleik og missti niður forskotið.

,,Við verðum að horfa á þetta og vera harðir við okkur, þetta voru mistök sem við eigum ekki að gera.“

,,Lið sem berjast fyrir sæti sínu munu alltaf berjast og þú mátt ekki missa einbeitinguna.“

,,Við urðum að vinna leikinn, við gerðum mörg mistök í seinna markinu þeirra.“

Alexis Sanchez var ekki í leikmannahópi Arsenal og gæti verið að fara. ,,Hann er hálfur inni og hálfur úti, maður veit aldrei hvernig þetta endar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt