fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433

Ferguson kemur sér í vandræði – Hefði verið gott að skjóta dómarann

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 14. janúar 2018 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð á Darren Ferguson stjóra Doncaster eftir jafntefli gegn Plymouth í þriðju efstu deild Englands.

Darren er sonur Sir Alex Ferguson en hann vildi fá vítaspyrnu undir lok leiksins og varð brjálaður þegar hún var ekki dæmd.

,,Þetta er mesta vítaspyrna sem ég hef séð, það er ekkert annað,“ sagði Ferguson eftir leikinn.

,,Varnarmaðurinn togaði Andy Butler í jörðina, línuvörðurinn horfði á þetta. Hann sá þetta.“

,,Þetta er augljósasta vítaspyrna sem þú sérð á tímabilinu, það er brot í markinu þeirra. Línuvörðurinn er svo hlæjandi eftir leik. Þetta er viðbjóður.“

,,Dómararnir eru ekki í fullu starfi og líkamelgt ástand þeirra er til skammar. Ég hef fengið nóg.“

,,Þegar þeir horfa á þetta sjá þeir að þetta var vítaspyrna og brot í marki Plymouth.“

,,Hvað get ég gert? Skotið dómarann, það hefði kannski verið gott.“

,,Ég verð að þegja til að vera með virðingu í þeirra garð en þegar þeir hlæja eftir leik, við höfum fengið nóg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“

Fyrrum stjarna Arsenal og Liverpool opnar sig – „Það var erfitt og ég vil ekki fara í gegnum það aftur“
433Sport
Í gær

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið

Leikmaður Arsenal ekki að spila nóg til að komast í landsliðið