Jack Wilshere var ekki ánægður með dómarann í úrslitum Deildarbikarsins um helgina.
Leiknum lauk með 3-0 sigri Manchester City en Arsenal átti aldrei möguleika í leiknum og spilaði illa.
„Það er eðlilegt að fólk gagnrýni okkur þegar að við töpum og sú gagnrýni á rétt á sér,“ sagði Wilshere.
„Það er hins vegar erfitt að sætta sig við sumar ákvarðanir dómarans í leiknum, það hallaði á okkur,“ sagði hann að lokum.