Vincent Kompany er ánægður með stjóra sinn, Pep Guardiola.
Guardiola gerði liðið að Deildarbikarmeisturum um helgina og Kompany spilaði allan leikinn í hjarta varnarinnar.
„Það skiptir ekki máli á móti hverjum við erum að spila,“ sagði Kompany.
„Hann undirbýr okkur alltaf fyrir úrslitaleiki og ég hef aldrei lært meira en undir hans stjórn,“ sagði hann að lokum.