U23 ára lið Stoke tók á móti U23 ára liði Liverpool í kvöld en leiknum lauk með 4-0 sigri gestanna.
Dominic Solanke skoraði þrennu fyrir Liverpool í leiknum og Bobby Adekanye setti eitt mark í kvöld.
Nathaniel Clyne, bakvörður Liverpool var í byrjunarliði Liverpool í kvöld og spilaði allan leikinn.
Þetta var fyrsti leikur Clyne á þessari leiktíð en hann meiddist á undirbúningstímabilinu og hefur verið að glíma við erfið bakmeiðsli.
Hann gæti því snúið aftur í aðallið Liverpool á næstu vikum og tekið þátt í síðustu leikjum liðsins á leiktíðinni.