Jose Mourinho stjóri Manchester United segist ekki setja meiri ábyrgð á Paul Pogba en aðra leikmenn félagsins.
Mourinho segist setja sömu pressu og ábyrgð á alla sína leikmenn sama hvað þeir kosta, þéna eða aldur þeirra.
Mourinho og Pogba hafa verið sagðir ósáttir undanfarið en miðjumaðurinn var veikur um helgina gegn Huddersfield.
,,Ábyrgðin er ekki á þeim leikmanni sem kostar X milljónir, ábyrgðin er á öllum,“ sagði Mourinho fyrir leikinn gegn Sevilla í Meistaradeildinni á morgun.
,,Ég horfi ekki á aldur, ég horfi ekki á laun, ég horfi ekki á kaupverð.“