Zlatan Ibrahimovic framherji Manchester United er byrjaður að æfa af fullum krafti.
Zlatan snéri til baka eftir erfið meiðsli í nóvember en fór svo aftur í frí.
Hann er að koma aftur til baka en Zlatan er orðaður við LA Galaxy.
Þrátt fyrir að vera heill heilsu er Zlatan ekki í hópi leikmanna United sem er á leið til Spánar.
United mætir Sevila í Meistaradeildinni á morgun en um er að ræða fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum.