Wigan tók á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í gær en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Will Grigg sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og Wigan fer því áfram í 8-liða úrslitin en City er úr leik.
Stuðningsmenn Wigan ruddust inn á völlinn í leikslok til þess að fagna með sínum mönnum og það fór eitthvað illa í Sergio Aguero, framherja City.
Einn af þeim hljóp að Augero og nú hefur komið fram að hann hrækti á Aguero. Manchester City segir að stuðningsmaðurinn hafi eining sagt honum að sjúga á sér liminn. Við það kýldi Aguero stuðningsmann Wigan.
Sagt er að Aguero muni sleppa við bann en hann er nú sagður ásamt City íhuga að kæra stuðningsmanninn sem réðst á hann.
Þjálfari City reyndi að grípa inní en Aguero virtist afar reiður og reyndi aftur að vaða í stuðningsmanninn.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Surely a heavy ban coming for Sergio Aguero who lashed out at a Wigan fan after the final whistle. pic.twitter.com/5DnHe19yCz
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) February 19, 2018