West Ham hefur verið ákært af enska knattspyrnusambandinu fyrir að brjóta reglur um lyfjapróf.
Félög þurfa að láta vita hvar þau verða á hverjum degi.
Þetta er gert til þess að lyfjaeftirliðið geti komið í óvænt heimsóknir.
Í þrígang hefur West Ham ekki látið vita um nákvæma staðsetningu, en félög þurfa að láta vita þá daga sem ekki verður æft.
Ekki er neinn grunur um að leikmenn félagsins séu að taka inn ólögleg efni.