Olivier Giroud framherji Chelsea hefur greint frá því hvernig samskipti hans og Arsene Wenger voru hjá Arsenal.
Giroud yfirgaf Arsenal og fór til Chelsea undir lok félagaskiptagluggans í janúar.
,,Ég og fór ræddi við Wenger um Pierre-Emerick Aubameyang, ég setti pressu á hann. Uboðsmaður minn var líka í því, ég vildi ekki missa af tækifærinu á að fara til Chelsea. Það var það besta fyrir mig,“ sagði Giroud.
,,Wenger sagði mér strax að hafa ekki áhyggjur, hann myndi gera það besta fyrir mig. Ég bað aldrei um að fara.“
,,Ég vissi að það yrðu ekki vandamál, Wenger sagði mér að lokum að hann yrði pirraður ef ég færi ekki til Rússlands með Frakklandi.“