Wigan tók á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í gær en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Will Grigg sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og Wigan fer því áfram í 8-liða úrslitin en City er úr leik.
Stuðningsmenn Wigan ruddust inn á völlinn í leikslok til þess að fagna með sínum mönnum og það fór eitthvað illa í Sergio Aguero, framherja City.
Einn af þeim hljóp að Augero og nú hefur komið fram að hann hrækti á Aguero. Fjölmiðlar í Argentínu segja að Aguero hafi óttast að hann gæti orðið fyrir árás og hafi því brugðist svona við.
Wigan hefur sent frá sér yfirlýsingu og segist félagið vera að skoða hvernig stuðningsmenn félagsins komust inn á völlinn eftir þennan frækna sigur.
BREAKING: @LaticsOfficial to conduct full investigation into pitch invasion after @EmiratesFACup win against @ManCity, who want answers over why fans got onto pitch and so close to players. #ssn pic.twitter.com/w7w03BZcxR
— Sky Sports News (@SkySportsNews) February 20, 2018