Wigan tók á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í gær en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Will Grigg sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og Wigan fer því áfram í 8-liða úrslitin en City er úr leik.
Stuðningsmenn Wigan ruddust inn á völlinn í leikslok til þess að fagna með sínum mönnum og það fór eitthvað illa í Sergio Aguero, framherja City.
Einn af þeim hljóp að Augero og nú hefur komið fram að hann hrækti á Aguero. Fjölmiðlar í Argentínu segja að Aguero hafi óttast að hann gæti orðið fyrir árás og hafi því brugðist svona við.
Þjálfari City reyndi að grípa inní en Aguero virtist afar reiður og reyndi aftur að vaða í stuðningsmanninn.
Myndband af þessu má sjá hér fyrir neðan.
Surely a heavy ban coming for Sergio Aguero who lashed out at a Wigan fan after the final whistle. pic.twitter.com/5DnHe19yCz
— The Man Utd Way (@TheManUtdWay) February 19, 2018