Juan Mata leikmaður Manchester United fékk nokkur símtöl þegar Jose Mourinho var ráðinn stjóri Manchester United.
Tveimur og hálfu ári áður hafði Mourinho selt Mata frá Chelsea til United.
Margir töldu að dvöl Mata hjá United væri á enda en svo var ekki.
,,Ég tók bara á þessu eðlilega,“ sagði Mata um málið en hann fær stórt hlutverk hjá Mourinho.
,,Ég fékk símtöl frá vinum og fjölskyldu sem höfðu áhyggjur, ég vissi að það var ekkert persónulegt vandamál hjá mér og Mourinho hjá Chelsea.“
,,Það sem særir mig að það er fólk sem hefur búið til lygasögur um eitthvað sem aldrei gerðist.“