Wigan tók á móti Manchester City í enska FA-bikarnum í gær en leiknum lauk með 1-0 sigri heimamanna.
Það var Will Grigg sem skoraði eina mark leiksins á 79. mínútu og Wigan fer því áfram í 8-liða úrslitin en City er úr leik.
Stuðningsmenn Wigan ruddust inn á völlinn í leikslok til þess að fagna með sínum mönnum og það fór eitthvað illa í Sergio Aguero, framherja City.
Það fór líka illa í stuðningsmenn City sem skemmdu skilti og sæti í stúkunni hjá Wigan.
Myndir af því er hér að neðan.