Fjórir ónefndir leikmenn WBA komu sér í vandræði á dögunum á Spáni.
Liðið var statt í æfingaferð í Barcelona en fjórir leikmenn liðsins ákváðu að stela leigubíl í borginni.
Spænsk yfirvöld tóku þá ákvörðun í dag að fara ekki í mál við leikmennina en Alan Pardew, stjóri liðsins var allt annað en sáttur með sína menn.
WBA er í miklu basli í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 20 stig, sjö stigum frá öruggu sæti.