Fjórir leikmenn í aðalliði West Brom eru grunaðir um að hafa rænt leigubíl í Barcelona.
West Brom var í æfinargerð á Spáni í síðustu viku þar sem eitt kvöld var skemmtikvöld.
Þar voru fjórir leikmenn í gír og eru sakaðir um að hafa stolið leigubíl.
,,Félagið getur staðfest að fjórir leikmenn aðalliðsins voru í atviki á Spáni,“ sagði í yfirlýsingu West Brom.
U er ræða Gareth Barry, Jonny Evans, Jake Livermore og Boaz Myhill. Lögreglan á Spáni hefur lokað málinu vegna þess að sönnunargögnin eru ekki nógu sterk og segir að málið verði ekki opnað nema að ný og öflug gögn líti dagsins ljós.