Liverpool ætlar sér að setjast niður með Mohamed Salah á næstunni og bjóða honum nýjan samning. Þetta segja ensk blöð.
Salah gekk í raðir Liverpool síðasta sumar fyrir 35 milljónir punda.
Hann kom frá Roma og hefur síðan þá gert lítið annað en að skora mikilvæg mörk.
Salah ætti að fá hressilega launahækkun enda hefur hann sannað sig sem einn besti leikmaður deildarinnar.
Salah kom til Liverpool frá Roma en áður hafði hann spilað fyrir Chelsea.