Pep Guardiola stjóri Manchester City segir að hann hafi ekki verið nógu góður fyrir Wigan.
Árið 2005 var Guardiola án félags og vildi spila fyrir Wigan.
Viðræður áttu sér stað en Guardiola segir að hann hafi ekki verið nógu góður. Í kvöld mætast Wigan og City í enska bikarnum.
,,Ég var ekki nógu góður, það er sannleikurinn,“ sagði Guardiola.
,,Við ræddum saman en ég var bara of gamall.“