Paul Pogba miðjumaður Manchester United virðist ekki vera alvarlega veikur.
Pogba gat ekki spilað með United í gær þegar liðið heimsótti Huddersfield í enska bikarnum.
Pogba var veikur og ferðaðist ekki með liðinu en United vann 0-2 sigur.
Enskir fjölmiðlar segja hins vegar frá því að Pogba hafi mætt á æfingu í dag og verið með.
Hann ætti þá að vera klár í slaginn á miðvikudag er United heimsækir Sevilla í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.