Hörður Björgvin Magnússon var í byrjunarliði Bristo er liðið heimsótti Leeds í næst efstu deild Englands í dag.
Hörður hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu undanfarið en fékk tækifærið í dag.
Bristol komst í 2-0 í leiknum en Leeds tókst að jafna með tveimur mörkum í síðari hálfleik.
Hörður lék allan leikinn í vörn Bristol en liðið situr í sjötta sæti deildarinanr.
Það er síðasta sætið sem gefur sæti í umspil um sæti í ensku úrvalsdeildina.