fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433

Rio Ferdinand reynir að ráðleggja framherja Arsenal

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 12. febrúar 2018 16:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexandre Lacazette, framherji Arsenal hefur oft spilað betur en að undanförnu og er nú kominn á bekkinn hjá Arsenal.

Hann kom til félagsins í sumar frá Lyon fyrir tæplega 50 milljónir punda og fór vel af stað en hann hefur nú aðeins skorað eitt mark í síðustu 13 leikjum sínum.

Arsenal keypti Pierre-Emerick Aubameyang í janúar og hefur hann nú tekið sæti Lacazette í byrjunarliðinu.

„Þetta er undir Lacazette komið, hann getur annaðhvort gefist upp og farið eða reynt að sýna hvað hann getur,“ sagði Ferdinand.

„Það sem hann þarf að gera er að nýta þau tækifæri sem hann fær og hafa trú á sjálfum sér. Hann skoraði mörk í Frakklandi, hann er góður að klára færin sín.“

„Stundum skiptir ekki máli hversu mikla hæfileika þú ert með, þetta snýst bara um sjálfstraust,“ sagði Ferdinand að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal

Liverpool á eftir fyrrum leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Solskjær ráðinn í áhugavert starf

Solskjær ráðinn í áhugavert starf
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð

Lögsækja Manchester United vegna starfsmanns sem sakaður er um barnaníð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“

Hóta lögsókn ef enska deildin gerir þessar breytingar – „Okkur líður eins og við séum að ganga sofandi inn í stórslys“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund

United sagt fylgjast vel með pirruðum leikmanni Dortmund
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal

Forsetinn tjáir sig um lífstíl Lamine Yamal
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt

Liverpool að skoða lausn til að missa Konate ekki frítt
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ingi ráðinn til KSÍ

Ingi ráðinn til KSÍ