

Jamie Redknapp sérfræðingur Sky Sports segist hafa verið mjög hissa þegar Jose Mourinho stjóri Manchester United fékk nýjan samning.
Mourinho fékk nýjan samning á dögunum en í gær tapaði United fyrir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
,,Þegar United framlengdi samning hans þá var ég mjög hissa, hvað hefur hann gert til að fá nýjan samning,“ sagði Redknapp.
Mourinho vann nokkra bikara á fyrstu leiktíð sinni en það voru ekki þeir stóru sem United vill.
,,Hann vann tvo titla á fyrstu leiktíð og kom United í Meistaradeidina en hann hefur ekkert gert í baráttu sinni við Pep GUardiola.“