

Southampton tekur á móti Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 16:30 og eru byrjunarliðin klár.
Heimamenn hafa verið í veseni í undanförnum leikjum en liðið situr sem stendur í sautjánda sæti deildarinnar með 26 stig.
Liverpool er í fjórða sæti deildarinnar með 51 stig en getur skotist upp fyrir Tottenham í þriðja sætið með sigri í dag.
Byrjunarliðin má sjá hér fyrir neðan.
Southampton: McCarthy, Soares, Stephens, Hoedt, Bertrand, Lemina, Romeu, Hojbjerg, Ward-Prowse, Carrillo, Tadic.
Liverpool: Karius, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk, Robertson, Can, Oxlade-Chamberlain, Wijnaldum, Mane, Firmino, Salah.