

Jose Mourinho, stjóri Manchester United útilokar að selja David de Gea til Real Madrid í sumar en það er Sky Sports sem greinir frá þessu.
De Gea hefur verið sterklega orðaður við Real Madrid, undanfarin ár og var hann nálægt því að ganga til liðs við félagið árið 2015.
Hann kom til félagsins árið 2011 frá Atletico Madrid og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu, undanfarin ár.
De Gea er af mörgum talinn besti markmaður heims í dag en Mourinho ætlar sér stóra hluti með United á komandi árum.
Hann hefur því engan áhuga á því að selja sína bestu menn en De Gea er sjálfur sagður spenntur fyrir því að fara aftur til Spánar.