

Robbie Hughes er nafn sem ekki margir knattspuyrnuáhugamenn þekkja enda lítil ástæða til þess.
Hann rekur tannlæknastofu í Liverpool sem notið hefur mikilla vinsælda hjá nokkrum leikmönnum Liverpool og stjóra félagsins.
Hughes sérhæfir sig í að tannhvítun og hefur hann tekið að sér verkefni fyrir þá Jurgen Klopp, Philippe Coutinho og Roberto Firmino meðal annars.
Tennurnar á Coutinho og Firmino hafa vakið mikla athygli í gegnum tíðina enda eru þeir félagar með skuggalega hvítar tennur.
Coutinho er reyndar ekki leikmaður Liverpool lengur og þarf hann því væntanlega að leita annað til þess hvíta á sér tennurnar.
Meðferðin getur kostað allt að 6.000 pundum en það samsvarar um 850.000 íslenskum krónum.