

Jose Mourinho stjóri Manchester United hefur sett traust sitt á Luke Shaw bakvörð félagsins.
Eftir erfiða tíma hefur Shaw náð að heilla Mourinho og er hann nú að fá nýjan samning til lengri tíma.
,,Luke þurfti ekkert að breyta minni skoðun, þetta er bara spurning um hvort hann ætlar að ná að hámarka hæfileika sína,“ sagði Mourinho.
,,Ég hef fylgst með Shaw frá því að hann kom inn í deildina með Southampton, ég þekki hæfileika hans og gæði.“
,,Þetta snérist um hvort hann gæti gert hlutina sem ég vil innan vallar, hann hefur lagt mikið á sig.“
,,Hann hefur sloppið við öll meiðsli í nokkra mánuði og ég er ánægður. Hann fær nýjan samning og verður United leikmaður í mörg ár.“