

Arsene Wenger stjóri Arsenal er með föst skot á Dele Alli og Harry Kane leikmenn Tottenham.
Alli og Kane hafa verið sakaðir um dýfur undanfarið en grannaslagur er í London um helgina.
Í gamla daga var alltaf talað um erlenda leikmenn á Englandi sem dýfukónga.
,,Við verðum að koma þessum dýfum úr leiknum okkar,“ sagði Wenger.
,,Ég man eftir því þegar það var alltaf verið að tala um erlenda leikmenn og dýfur.“
,,Ég verð að segja að enskir leikmenn hafa lært þetta mjög hratt og hafa náð að fullkomna þennan dýfu leik.“