

Manchester City ætlar sér ekki að kaupa Riyad Mahrez frá Leicester í sumar. Þetta segja ensk blöð í dag.
Mahrez var á óskalista City undir lok gluggans í janúar vegna meiðsla í sóknarlínunni.
Mahrez vildi ólmur fara til City og hefur ekki mætt á æfingar hjá Leicester síðan að atvikið kom upp.
Leicester hafnaði 60 milljóna punda tilboði í Mahrez frá City.
City mun hins vegar ekki horfa til Mahrez í sumar samkvæmt þessu, hann ætti því að íhuga að fara að mæta á æfingar hjá Leicester.