

Það hefur verið u-beygja á ferli Luke Shaw hjá Manchester United eftir mjög svo erfiða tíma.
Shaw fékk nánast ekkert að vera með í upphafi tímabils og héldu flestir að hann færi frá félaginu í janúar.
United nýtti sér hins vegar ákvæði í samningi Shaw til að framlengja hann til ársins 2019. Hann á því 18 mánuði eftir af samningi sínum.
Mirror segir frá því í dag að Shaw sé hins vegar að fá nýjan samning sem verður skrifað undir fyrir lok tímabilsins.
Sá samningur verður til lengri tíma en Shaw er með 80 þúsund pund á viku hjá United.
Shaw byrjaði síðasta deildarleik United í ensku úrvalsdeildinni í 2-0 sigri á Huddersfield.