

Ederson markvörður Manchester City er klár í að spila sem miðjumaður hjá félaginu ef þess þarf.
Ederson kom frá Benfica síðasta sumar sem fremur óþekkt stærð.
Hann hefur hins vegar slegið í gegn og verið einn af betri markvörðum ensku úrvalsdeildarinnar.
,,Þegar ég spilaði með unglingaliðum Benfica þá var ég kallaður inn á miðjuna ef við vorum í meiðslavandræðum, ég varð mér aldrei til skammar,“ sagði Ederson.
,,Ef við þyrftum á því að halda hjá City þá væri ég klár í það, það yrði ekki einfallt í ensku úrvalsdeildinni en ég held að ég myndi standa mig vel.“