

Ryan Giggs fyrrum kantmaður Manchester United segir að Marcus Rashford og Anthony Martial verði að bæta leik sinn.
Eftir komu Alexis Sanchez er aukinn samkeppni í framlínu félagsins.
Giggs finnur ekki til með Rashford og Martial en þeir þurfi einfaldlega að bæta leik sinn.
,,Það er áhugavert að sjá Wayne Rooney segja að ef Jose Mourinho kaupir leikmenn að þá spilar hann þeim,“ sagði Giggs.
,,Það hefur verið þannig með Romelu Lukaku og Alexis Sanchez en það er hollt fyrir Manchester United að vera með samkeppni sem er í fremstu línu.“
,,Ef ég væri Rashford eða Martial þá myndi þetta fá mig til að bæta leik minn, leggja meira á mig og búa til auka samkeppni.“