

Manchester United býst við því að Real Madrid geri áhlaup á David De Gea næsta sumar.
De Gea var að fara til Real Madrid árið 2015 en pappírarnir fóru ekki í gegn á réttum tíma.
Því varð ekkert að félagaskptum hans en unnusta hans hefur alla tíð búið í Madríd.
Sport á Spáni segir frá en þar segir að United ætli að gera allt til að hald til De Gea.
Ef markvörðurinn á að fara þarf að greiða fyrir hann 115 milljónir punda en hann er einn allra besti markvörður í heiminum.