

Tottenham er komið áfram í næstu umferð enska bikarsins en þá fara fram 16 liða úrslit.
Tottenham vann Newport í endurteknum leik á Wembley í kvöld eftir jafntefli í fyrri leiknum.
Dan Butler skoraði fyrra mark leiksins í eigið mark og kom þar með Tottenham yfir.
Það var svo Erik Lamela sem kom Tottenham í 2-0 í fyrri hálfleik og þar við sat.
Tottenham er því komið áfram og mætir Rochdale í næstu umferð.