

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að refsa Troy Deeney framherja Watford ekki fyrir fagn sitt.
Deeney kom Watford í 1-0 með marki úr vítaspyrnu en hann ákvað að gefa fingurinn út á loftið.
Deeney sagðist hafa verið að senda skilaboð til þeirra sem töluðu um framtíð hans.
Deeney var mikið orðaður við West Brom í félagaskiptaglugganum en var áfram.
Enska sambandið skrifaði Deeney bréf þar sem hann var varaður við að svona hegðun aftur myndi koma honum í bann.