

Giorgio Chiellini varnarmaður Juventus segir að þú sért dauður úr þreytu eftir æfingu með Antonio Conte.
Þeir félagar unnu saman hjá Juventus og Ítalíu og því þekki varnarmaðurinn hann vel.
,,Hann hefur ítalska ástríðu,“ sagði Chiellini.
,,Það eru ekki bara leikirnir hjá Conte, hann er að alla daga, alltaf. Hver einasta æfing, hann er eins og lögreglumaður. Það var sérstakt andrúmsloft með honum sem var magnað.“
,,Þegar þú klárar æfingu þá ertu dauður, þú ert ekki þreyttur, þú ert dauður.“